Nýjustu fréttir

 • Það er sko komið vor !

  vorboi

 • Barnamenningahátið 2105

  Barnamenningarhátíð verður haldin í Reykjavík dagana 21. til 26. apríl 2015. Markmið hátíðarinnar er að efla menningarstarf barna og ungmenna í borginni og er hátíðin kærkominn vettvangur fyrir menningu barna, menningu með börnum og menningu fyrir börn.

  Hátíðin fer fram víðsvegar um Reykjavík. Gæði, fjölbreytni, jafnræði og gott aðgengi eru höfð að leiðarljósi við skipulagningu hátíðarinnar sem rúmar allar listgreinar og er byggð upp á fjölbreyttum viðburðum sem börn og fullorðnir í fylgd með börnum, geta sótt sér að kostnaðarlausu.

  Það er von okkar að sem flestir finni eitthvað í dagskránni sem vekur forvitni þeirra og gleði. Dagskráin verður send heim í dag miðvikudaginn 15. apríl.

  Gullborg mun taka þátt í Barnamenningahátíðinni með þátttöku barna fædd 2009 syngur á  tónleikum í Hörpu á þriðjudaginn 21. apríl kl. 13.00. "Ég fæddist í landi sem lifir " 

  The Reykjavík Children's Culture Festival is a week long arts and culture festival dedicated to children and youth, taking place from April 21th - April 26th 2015.

  The festival was launched in 2010 and is already a huge success. Dedicated exclusively to children and young people in Reykjavík up to the age of 16, this annual festival strives to introduce the youth to a wide range of arts disciplines through the medium of workshops and performances.

   

  tonskoli sigursveins 20151

  Börn fædd 2010 fara á tónleikana með starfsfólki deildarinnar.

  sjá nánar;

   

  https://www.facebook.com/Barnamenningarhatid.i.Reykjavik

  http://barnamenningarhatid.is/um-hatidina

   

 •  

  dagur jarar

   

  Börnin eru byrjuð að vinna að verkefninu Dagur jarðar. Dagurinn er helgaður fræðslu um umhverfismennt. Hann er haldinn hátíðlegur 22. apríl ár hvert. Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar. Markmið er að fræða börnin um umhverfið okkar og hvernig við
  getum í sameiningu stuðlað að bættri umgengni um móður jörð.

  Könnunaraðferðin er notuð og efni sem hefur verið unnið með er fræðsla um jörðina, dýr sem lifa á jörðinni,
  ólík menning , umgengni við náttúru, mengun, endurvinnsla og allt sem börnunum langar að vita um fólkið og menningu allra sem búa á jörðinni.

  Verkefnið er unnið frá febrúar til 22. apríl og líkur með stórri sýningu í
  leikskólanum fimmtudaginn 30 apríl . Öllum er  velkomið  að fylgjast með verkefninu meðan á því stendur.

   

   

 • tonskoli sigursveins 20151tonskoli sigursveins 2015utiverautivera1utivera2utivera3rauadeild i salnumraua salnum2

Skoða fréttasafn