Stuð og stemming

Stuð og stemming

Við hér á Gullborg erum alltaf mjög hress og kát og mikið að gera hjá okkur! Hér koma nokkrar svipmyndir úr leik og starfi í mars, svona aðeins til að lífga upp á forsíðuna okkar :) 

Lesa >>


Þróunarverkefni tengt læsi

Þróunarverkefni tengt læsi

Leikskólarnir Gullborg, Grandaborg, Ægisborg og Grandaskóli eru í 2ja ára þróunarverkefni tengt læsi. Verkefnið byrjað á árið 2015 og líkur 2017. Verkefið heitir Læsi í leiðinni og er markmiðið að auka samvinnu og samræma vinnulag til hagsbóta fyrir þau börn sem stunda nám í skólunum. Unnið verður með nemendum á lokaári í leikskólunum og þeim fylgt til loka 1.bekkjar í grunnskólanum til vors 2017. Á þessum tíma verður læsi meginþema en reynt verður að skoða sem flesta þættir skólastarfsins með það að markmiði að auka öryggi og vellíðan nemenda þegar kemur að færslu á milli skólastiga.

Lesa >>


Konukaffi á morgun

Tilefni af konudeginum sem er á sunnudaginn bjóðum við mömmum og ömmum, öllum konum, í morgunkaffi frá kl 8.00-9.00 í Gullborg föstudaginn 17. febrúar

The occasion of woman's day next sunday we invite moms and grandmothers to have a morning coffee between 8.00 – 9.00 tomorrow friday february  at Gullborg

kaffi

Lesa >>


Þorrablót á Gullborg

Þorrablót á Gullborg

Við héldum þorrablót Gullborgar í salnum í morgunn föstudaginn 27.janúar. Við fengum hana Sölku Jóhannsdóttur Víking í heimsókn til okkar og hún sýndi okkur hvað víkingar eru með á sér og hvað þeir eiga.

Lesa >>


Sumarlokun 2017

Í samráði við foreldraráð Gullborgar var samþykkt  að sumarlokun leikskólans 2017 verði frá og með mánudeginum 10.júli og opnum við aftur á þriðjudeginum 8. ágúst.

The preschool will be closed due to summer vacation from juli 10  to tuesday august 8.

Sól

Lesa >>