Sumarhátíðin

Sumarhátíðin

 

Sumarhátíðin var haldin á miðvikudaginn og hefði hún varla geta heppnast betur. Við fórum í kringum Gullborg í skrúðgöngu með fína drekann okkar sem allar deildirnar bjuggu til í sameiningu. Að því loknu kom leikhópurinn Lotta og var með sýningu og lög fyrir okkur. Eftir mjög skemmtilega sýningu var öllum boðið upp á pyslur og svala. Veðrið lék við okkur og var alveg passlega heitt þótt það væri lítil sól. Held að allir hafi skemmt sér konunglega og viljum við starfsfólk þakka ykkur foreldrum, forráðamönnum, systkinum, ömmum, öfum og allskonar frændfólki kærlega fyrir komuna.

Lesa >>


Sumarhátíðin

Sumarhátíðin

SumarhátíðinKolbeinn og sumarhátíð 031

 

 

Lesa >>


Sumarhátíð Gullborgar

Sumarhátíð Gullborgar

Á morgun miðvikudaginn er sumarhátíð Gullborgar. Við byrjum á því á að fara í skrúðgöngu kl. 14.30, leiklistahópurinn Lotta kemur í heimsókn kl 15.00. Boðið verður upp á grillaðar pylsur og svala.

Lesa >>


Sumarið er komið

Sumarið er komið

Sumarið kom svo sannarlega í dag! Æðislegt veður sem allar deildir nýttu í skemmtilega útiveru.

Lesa >>


Hestar í heimsókn!

Hestar í heimsókn!

Við fengum æðislega heimsókn í dag frá fjórum hestum og eigendum þeirra. Þau Moli, Litli-blesi, Óvissa og Tígull voru svo sannarlega spök og hlýðin og leyfðu öllum þeim sem vildu fara á bak og fara einn stóran hring í garðinum okkar. Fyrst hittum við hana Gunnsu í salnum og fengum smá fræðslu um reiðtygi og áhöld sem við þurfum til að fara á hestbak og hugsa um hesta. Þegar allir voru búinr að fara einn hring í garðinum á hestbaki kvaddi Moli (30 ára) okkur með smá "veifi". Börnum jafnt sem kennurum fannst þetta æðislegt og þökkum við foreldrafélaginu kærlega fyrir þetta! 

Lesa >>