Nýjustu fréttir

 • Dagur jarðar er dagur sem er helgaður fræðslu um umhverfismennt. Hann er haldinn hátíðlegur 22. apríl ár hvert. Árið 2009 gerðu Sameinuðu þjóðirnar þennan dag að Alþjóðlegum degi móður jarðar.Markmið er að fræða börnin um umhverfið okkar og hvernig við getum í sameiningu stuðlað að bættri umgengni um móður jörð.Könnunaraðferðin er notuð og efni sem hefur verið unnið með er fræðsla um jörðina, dýr sem lifa á jörðinni, ólík menning , umgengni við náttúru, mengun, endurvinnsla og allt sem börnunum dettur í hug.

  Verkefnið er unnið frá febrúar til 22. apríl og líkur með stórri sýningu í leikskólanum. Börnin bjóða foreldrum á sýninguna og kaffi og meðlæti miðvikudaginn 30. apríl frá 8.00-9.00

  dagur jarar

 • hafragrautur2

  Frá og með 1. maí byrjum við að borða morgunmat kl. 8.30. Ef foreldrar þurfa að breyta vistunartíma sem því nemur  er þeim bent á innri vef Reykjavíkurborgar. Ef foreldrar vilja bæta við eða hætta með morgunmat er þeim bent á að tala við deildstjóra eða leikskólastjóra.

 • images

  Óskum öllum börnum og foreldrum þeirra  gleðilegra páska

  Með kveðju starfsmenn Gullborgar

 • IMG 2808

   

   

  Brynja á Rauðudeild og Kristína á Bláudeild sóttu Assist námskeið á vegum Reykjavíkurborgar og Eflingar.

  ASSIST er námskeið fyrir starfsfólk leikskóla og var fyrst haldið á Leikskólasviði 2009 og var styrkt af Leonardo áætlun Evrópusambandsins

  Markmið með námskeiðinu er að auka færni í starfi, þ.e.a.s. að gera gott starfsfólk ennþá betra. Að fá þátttakendur til að ígrunda starf sitt, velta fyrir sér hvað þeir gera í vinnunni og hvernig þeir sjálfir og samstarfsmennirnir vinna með börnum. Óskum við þeim innilega til hamingju með árangurinn. Laughing

   

   

  Gullborg

   

Skoða fréttasafn