Nýjustu fréttir

 • Haustið

  Þessa dagana eru börnin að teikna sjálfsmyndina sína eins og þau gera á haustin og
  svo aftur að voru. Einnig hafa þau farið í vettvangsferðir og unnið verkefni
  í tengslum við haustið. Börnin njóta  þess að skoða og upplifa  alla þá litadýrð sem haustið   hefur upp á að bjóða þessa dagana. Veðrið hefur heldur betur leikið við okkur og njóta börnin og starfsmenn
  þess að fara út fyrir lóðina í göngutúra um nánasta nágrenni leikskólans.

  haustmyndir20142haustmyndir2014haustfer12014haust20142haustmyndir20143haustfer22014

 •  

  Loftgæði í borginni Gaman saman utiveru 015

  Fylgst er vel með loftgæðum í borginni alla daga bæði f.h og e.h á Reykjavíkurvefnum, sér í lagi nú þegar vindátt getur orðið þess valdandi að gosmengun berist yfir borgina. Í dag hafa loftgæði í borginni verið góð. Heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur fylgist náið með eldsumbrotunum og áhrifum þeirra og gefur út viðvaranir ef þörf er á. Ef Heilbrigðiseftirlit sendir út viðvörun vegna mengunar sem fer yfir heilsufarsmörk verður hún framsent skólum og frístundamiðstöðvum eins fljótt og auðið er.

  http://reykjavik.is/loftgaedi

  Með kveðju

  Rannveig J Bjarnadóttir

  Leikskólastjóri í Gullborg

 • Vesturbæjarfléttan

  Vel heppnaður skipulagsdagur mánudaginn 29. september. Um 500 starfsmenn sameinuðust í hálfsdags skipulagsdegi  þar sem lagt var  á ráðin um þjónustu, nýjar hugmyndir og í stuttu máli allt sem stuðlar að betra hverfi fyrir börnin okkar í vesturbænum. Dagurinn einkenndist af  metnaðarfullum og faglegum fræðsluerindum  fyrir  starfsfólk leikskóla, grunnskóla og frístundaheimila í vesturbænum.  Frábært og sjálfsprottið verkefni sem ber vott um ást og metnað fyrir hönd borgarinnar og barnanna sem okkur er treyst fyrir.

  10710737 10152772174974265 341414132495099476 n

 • Börn og starfsmenn hafa verið duglega að fara í vettvangsferðir í byrjun haust. Þessar ferðir hafa sérstaklega verið tileinkaðar degi læsis og degi íslenskrar náttúrur.

  haustfer22014

   haustfer 2014haustfer32014Brn af Grnudeild bkasafni

Skoða fréttasafn