Flutningar milli deilda

Flutningar milli deilda

Í dag fluttu börnin á milli deilda og gekk það eins og smurt og hægt var. Allir gríðarlega spenntir að færast upp um deildar og hitta nýja félaga.

Lesa >>


Opnun eftir sumarfrí

Opnun eftir sumarfrí

Nú eru flest allir komnir til baka úr sumarfríinu góða. Allir glaðir, ánægðir og vel hvíldir fyrir spennandi haust! 

Lesa >>


Sumarlokun

Sumarlokun leikskólans verður frá og með mánudeginum 11.júlí og opnar aftur þriðjudaginn 2. ágúst. Hafið það sem allra  best í fríinu.

IMG 0255

Lesa >>


Hollvinafélag Gullborgar

Kæru foreldrar,

Hollvinafélag Leikskólans Gullborgar hefur verið formlega stofnað!

Eins og flestir vita er fjárhagsstaða leikskólanna orðin mjög þröng og mikill áhugi hefur verið hjá foreldrum að leggja sitt af mörkum. Tilgangur þessa félags er því að styðja við skólastarfið með fjáröflun og með hvaða hætti sem kann að koma að gagni.

Við hvetjum ykkur til að líka við facebook síðu okkar og fylgjast með málefnum félagsins þar. Einnig væri vel þegið ef þið bentuð t.d. ömmum og öfum (og hverjum þeim sem gætu haft áhuga á að styrkja leikskólann) á facebook síðuna og/eða þá söfnun sem þið viljið styrkja hverju sinni.

Það er lítið um aura á lausu fyrir leikskólann til að endurnýja leikföng, námsgögn og annað. Við ætlum að byrja á því að safna fyrir leikföngum til að hafa á útileiksvæðinu - skóflur, krítar, pensla o.fl. sem óskað hefur verið eftir. Að vanda gerir margt smátt eitt stórt og öll framlög eru ákaflega vel þegin, hvort sem það eru 500 eða 5.000 krónur. Allir fjármunir sem safnast renna að sjálfsögðu óskertir til leikskólans.

Hægt er að leggja inn á reikning 301-26-9232, kt. 560616-2870. Einnig er hægt að stilla á mánaðarlegar greiðslur í netbanka.

Með von um góðar undirtektir!

Sumarkveðja,

Hollvinafélag Leikskólans Gullborgar

//

Dear parents,

The Gullborg Benefactor Society has been formally founded!

As you might be aware of the school is being required to cut expenses yet again so little funding remains for toys, books and the like. Many parents have expressed a desire to help and that is what we aim to do by raising funds.

We encourage you to like our facebook page. It would also be greatly appreciated if you could let grandparents and other friends of the school know about us.

We would like to start by raising funds for toys for the outdoor play area as well as for books and other items that have been requested by the school. Any and all contributions will be greatly appreciated, whether it's 500 or 5.000 krónur. Everything makes a difference. All funds will go towards Gullborg, 100%.

If you would like to support us please make a deposit to account number 301-26-9232, kt. 560616-2870. You can also set monthly payments in internet banking.

Thanks for your support and have a great summer!

The Gullborg Benefactor Society

Lesa >>


Sumarhátíðin

Sumarhátíðin

 

Sumarhátíðin var haldin á miðvikudaginn og hefði hún varla geta heppnast betur. Við fórum í kringum Gullborg í skrúðgöngu með fína drekann okkar sem allar deildirnar bjuggu til í sameiningu. Að því loknu kom leikhópurinn Lotta og var með sýningu og lög fyrir okkur. Eftir mjög skemmtilega sýningu var öllum boðið upp á pyslur og svala. Veðrið lék við okkur og var alveg passlega heitt þótt það væri lítil sól. Held að allir hafi skemmt sér konunglega og viljum við starfsfólk þakka ykkur foreldrum, forráðamönnum, systkinum, ömmum, öfum og allskonar frændfólki kærlega fyrir komuna.

Lesa >>