Barnamenningarhátíðin!

Barnamenningarhátíðin!

Barnamenningarhátíð í Reykjavík hefst á  þriðjudaginn 17. apríl og stendur til sunnudagsins 22. apríl, sjá dagskrá   www.barnamenningarhatid.is einnig fá allir  bækling um hátíðina sem fer í hólf barnanna  í dag.

Lesa >>


Bækur til útláns

Bækur til útláns

Í gær fengum við að láni bókakoffort frá Borgarbókasafninu. Bækurnar eru ætlaðar ykkur og börnum ykkar til að taka með heim og lesa.
Útlánsreglur eru einfaldar:
Hvert barn má hafa tvær bækur heima í einu. Útlánstími er mest ein vika. Þegar bók er fengin að láni á að skrifa útlánsdag, nafn barns og bókatitil í bókina sem fylgir koffortunum. Þegar bókinni er skilað aftur skal strikað yfir nafn barnsins.
Koffortið verður í leikskólanum næstu tvo mánuði og vonum við að þið notið ykkur þjónustuna og njótið vel.
Góða skemmtun !

To parents
The Booktrunk
The trunk is a mobile library that Reykjavik City Library borrows to the kindergartens in Reykjavik. The books are for the children and their parents to take home to read.
The borrowing rules are simple:
Each child can borrow two books at the time for one week. When you borrow the books, please write date, name of the child and book title in book that follows with the trunk. When you return the books, please strikethrough your loan in the book.
The trunk is going to be in the kindergarten next two months and we hope you use and enjoy the service.
Welcome to the library!

 

Lesa >>


Ljós og skuggi

Ljós og skuggi

Í janúar og febrúar voru börnin að vinna með ljós og skugga í þemavinnu. Börnin notuðu hvert tækifærið og unnu með ljós og skugga bæði úti og inni. Unnið var með ýmsan litríkan efnivið, vasaljós, ljósaborð og gamla góða myndvarpan. 

Lesa >>


Öskudagurinn er á morgun

Öskudagurinn er á morgun

Mjög skemmtilegur dagur framundan hjá okkur á Leikskólanum Gullborg, en öskudagurinn er á morgun! Elstu börnin hafa verið að vinna hörðum höndum að búningagerð síðan í byrjun janúar og voru með búningasýningu í salnum okkar í dag.

Lesa >>


Dagur leikskólans 6.febrúar

Dagur leikskólans 6.febrúar

Í dag er dagur leikskólans en á þessum degi árið 1950 stofnuðu leikskólakennarar sín fyrstu samtök. Tilgangur með degi leikskólans er að vekja athygli á hlutverki leikskóla og starfi leikskólakennara.

Lesa >>