Fleiri myndbönd

Grænadeild hefur einnig verið að gera myndbönd úr skemmtilegu vinnunni okkar með ljós og skugga og hér er eitt og fleiri eru í myndaalbúminu 

Lesa >>


Bóndadagurinn og Bóndadagskaffi í Gullborg

Bóndadagurinn og Bóndadagskaffi í Gullborg

Góðan daginn, á morgunn föstudaginn 20. janúar er fyrsti dagur þorra eða öðru nafni Bóndadagurinn og ætlum við að bjóða pöbbum, öfum og frændum í hafragraut og kaffisopa frá kl 8.00-9.00. Allir velkomnir !

Tomorrow, on the 20th of January, is the first day of þorri also known as Bóndadagur! To celebrate the day we are welcoming all fathers, grandfathers and uncles to come have some porridge and coffee with us from 08:00-09:00 am!

Lesa >>


Ljós og skuggar

Ljós og skuggar

Janúar hefur svo sannarlega verið skemmtilegur hjá okkur á Gullborg! Við höfum öll verið að vinna með ljós og skugga bæði úti og inni. Séð hvað það er líka mikilvægt að vera með endurskinsmerki í umferðinni svo bílarnir sjái okkur. Við fengum frábæra viðbót við salinn okkar, en það er hvítt rafstýrt tjald sem er hægt að nota á svo margan hátt og frábært í svona vinnu. Hér eru nokkrar myndir en svo vil ég benda á að Rauðadeild hefur sett inn á myndasíðuna sína (Farið í Rauðadeild og svo Janúar) flott myndband af börnunum leika sér með ljós og skugga í salnum. 

Lesa >>


Skipulagsdagur !

Góðan daginn !

Mánudaginn 2. janúar er leikskólinn lokaður, starfsmenn nota daginni til að skipuleggja leikskólastarfið næstu önn.

Með kveðju og ósk um gleðilegt ár

Rannveig J. Bjarnadóttir

Leikskólastjóri í Gullborg

Lesa >>


Jólakveðja frá Gullborg

Jólakveðja frá Gullborg

Óskum ykkur gleðilegra jóla og farsældar á nýju ári. Þökkum frábært samstarf á liðnu ári.

Með kveðju börn og starfsfólk í Gullborg

Lesa >>